BRÚÐARFÖRÐUN & PRUFAN

BRÚÐARFÖRÐUN & PRUFAN

Sumir vilja meina að brúðarförðunin sé eitt af mikilvægustu atriðum dagsins, þar er ég sammála. Það eru nokkrir hlutir samt sem þarf að hafa í huga fyrir stóra daginn. Mig langar aðeins að fara yfir þessi atriði.

Það er samt nokkuð sem þarf að koma fram og það er að förðunarfræðingar geta ekki tekið burt svitaholur, bólur, ör og annað en það er vissulega hægt að lagfæra og minnka misfellur í húðinni.
Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum.
Það er engin svitaholulaus eða með fullkomna, slétta og jafna húð.
Ég tek mikið af brúðarförðunum að mér en eins og kannski flestir vita þá er aðeins eitt brúðkaup bókað hverja helgi á hvern förðunarfræðing, svo ef þú ert með einhvern förðunarfræðing í huga þarf að panta tímanlega ef þú vilt ósk þína uppfyllta.
Við erum öll misjöfn og erum með misjafnar áherslur sem fagmenn, sumir förðunarfræðingar vilja ná fram miklum ljóma á meðan aðrir vilja hafa matta áferð.
 

En hvað þarf brúðurin að hafa í huga?

Það sem ég mæli með að þú gerir fyrir þig, kæra búrður er:

  • Drekka mikið vatn

  • Borða hollt

  • Ekki prufa nýjar vörur rétt fyrir brúðkaup

  • Hugsa vel um húðina, ekki sofa með förðunarvörur

  • Skipta um koddaver 1x í viku

Það er mikilvægt að drekka vatn & borða holt því allt getur komið fram í húðinni - þurrkur, bólur og annað sem við viljum ekki fá í húðina að óþörfu.

Alls ekki prufa eitthvað nýtt á húðina því þú veist ekki hvernig húðin mun bregðast við.

Hugsa þarf vel um húðina, ekki sofa með förðunarvörur - nota góða húðumhirðu sem hentar þinni húðgerð. Svo er gott trix að skipta um koddavera 1x í viku.

 

Prufutími:

Það er mjög mikilvægt að brúðurin komi í prufutímann sem er yfirleitt viku fyrir stóra daginn. En í prufutímanum er farið yfir mjög mikilvæga hluti svo þu sért sem ánægðust með útkomuna.

Meiri skygging og minni kinnalitur?
Dekkri augnskugga eða ljósari varalit?
Meiri ljóma eða minna?
Ég minni á að þú getur ekki mætt í veislu með prufuförðunina þar sem hún verður ekki eins báðum megin - í prufunni sýni ég þér kæra brúður mismunandi förðun svo þú getir séð muninn.
 

Hvernig á að mæta í prufutímann?

Best er að mæta alveg ófarðaður
Vera í peysu með rennilás og íþrottatopp eða hlýrabol innanundir
Gott er að vera með einhverja hugmynd um hvernig förðun þú vilt prufa
Mæting í prufutímann er til mín en ég mæti aðsjálfsögðu til þín á stóra deginum

Mundu að þetta er þinn dagur & þitt andlit - ekki vera feimin við að segja þína skoðun.
Mynd eftir Danielle

 

Hvað er innifalið í verðinu?

Brúðarförðunin án/með augnhárum
Goodie Bag
Touch up kit sem brúður getur notað yfir daginn og kvöldið
Ferðakostnaður innan höfuðborgasvæðisins

Auka farðanir

Fyrir mæður/brúðameyjar eða aðra gesti sem vilja förðun gef ég afslátt
Það er ekkert mál fyrir mig að koma með auka förðunarfræðing með mér ef margir vilja bóka en ég þarf að fá fyrirvara
Mynd eftir Kaja Balejko
Ég vona að þetta hafi svarað einhverjum spurningum en ef þú ert með einhverjar spurningar sem þú hefur ekki fengið svör við þá mátt þú endilega senda á mig póst á byarndal@gmail.com
En brúðarförðun & brúðarförðun ekki það sama & alltaf er þetta einstaklingsbundið.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, takk fyrir að lesa <3
Back to blog